Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, mun flytja ávarp á rafrænum landsfundi Vinstri grænna en hann fer fram á morgun og hinn, það er 7. til 8. maí.
Um er að ræða tólfta landsfund hreyfingarinnar en þeir eru haldnir annað hvert ár. Í tilkynningu frá hreyfingunni kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, muni flytja stefnuræðu sína kl. 17:15 og á morgun, föstudaginn 7. maí.
Strax á eftir verður ávarp frá Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, en þar standa yfir kosningar sem munu ráðast í kvöld.