Spænsk yfir­völd rann­saka nú hvort um morð eða mann­dráp á gá­leysi sé að ræða eftir að ís­lenskur karl­maður um fer­tugt varð sam­býlis­manni móður sinnar að bana Spáni að­fara­nótt sunnu­dags en þetta kemur fram í frétt spænska miðilsins elPeriódico. Maðurinn var hand­tekinn í kjöl­farið.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá á sunnu­dag var maðurinn sem lést Ís­lendingur á sjö­tugs­aldri en honum hafði blætt út þegar lög­regla kom á vett­vang. Maðurinn ruddist inn á heimili móður sinnar í kringum klukkan 3 um nótt að íslenskum tíma.

Upp­runa­lega var talið að maðurinn hafi látist af sárum sínum eftir að hafa lent á glerbrotum úr glugganum og málið því rann­sakað sem mann­dráp af gá­leysi. Fljót­lega kom þó í ljós að stungu­sár voru á líkama mannsins sem sam­ræmdust ekki því að hann hafi fallið á glerbrot.

Búist er við að krufning á líki mannsins muni svara því hvort að um mann­dráp af gá­leysi eða morð hafi verið að ræða. Spænska lög­reglan hyggst ekki tjá sig um málið við fjöl­miðla að því er kemur fram á spænskum miðlum.