Karlmaður liggur til aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir stunguárás í Hafnarfirði í nótt.

Lögreglan fékk tilkynningu um óeðlilega hegðun í fjölbýlishúsi í Vallahverfinu klukkan 01:31. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún manninn sem bar stunguáverka en hann hafði flúið undan árásaraðila inn í húsið.

Karlmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann er ekki talinn í lífshættu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Fréttablaðið greindi frá því í september þegar maður var handtekinn við íbúðarhús í sama hverfi eftir að hann ógnaði pari með eggvopni við Skarðshlíðarskóla.