Að sögn lögreglunnar var talsvert um ölvun og var verkefnalisti gærkvöldsins langur.

Þá kom fram á vef Ríkisútvarpsins rétt fyrir miðnætti að maður hefði orðið fyrir stunguárás í Mosfellsbæ og að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka.

Í frétt Rúv kemur fram að áverkarnir hafi verið það alvarlegir að lögreglan hafi lokað gatnamótum til að koma sjúkrabíl með manninum innanborðs sem fyrst á sjúkrahús og undir læknishendur.

Í fréttapósti lögreglunnar kemur fram að það hafi tveir ökumenn verið stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og streittist annar þeirra á móti handtöku. Hann róaðist við komuna á lögreglustöð og var sleppt að sýnatöku lokinni.

Lögreglan var kölluð til þegar ölvaður maður sló til annars manns í miðbænum og var gerandinn handtekinn. Auk þess voru ýmis minni verkefni á borði lögreglunnar í miðborginni og nokkur mál sem tengdust ölvun.

Lögreglunni í Hafnafirði barst tilkynning um mann vopnaðan hníf fyrir utan verslun í bæjarfélaginu en hann var fannst hvergi.

Önnur verkefni í Hafnafirði voru að stöðva ökumenn grunaða um ölvunarakstur. Aftur á móti var nóttin róleg hjá lögreglunni í Kópavogi.

Þá barst lögreglunni í Grafarholti tilkynning um eld í ruslagámi og var óskað aðstoðar vegna ofurölva manns í samkvæmi sem var komið heim til sín.