Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók ein­stak­ling sem grunaður er um að hafa stungið annan ein­stak­ling með hníf í Hlíða­hverfi. Þolandi var fluttur á slysa­deild til að­hlynningar.

Þetta kemur fram í skeyti sem lög­regla sendi fjöl­miðlum nú í morguns­árið um verk­efni lög­reglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Ekki kemur fram hve­nær á­rásin átti sér stað eða hvort við­komandi hafi slasast mikið.

Þá var til­kynnt um líkams­á­rás í Vestur­bænum. Gerandi var farinn af vett­vangi og er málið í rann­sókn. Ekki koma frekari upp­lýsingar fram í skeyti lög­reglu.

Þessu til við­bótar voru þrír öku­menn teknir úr um­ferð vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna.