Hjör­var Ingi Hauks­son, vél­stjóri frá Horna­firði, hefur tvisvar farið í veiði­ferð til Afríku og stundað umdeildar veiðar (e. trop­hy hunting) sem vin­sælar eru meðal ferða­manna en fjallað er um veiði Hjör­vars í helgar­blaði DV. Hjör­var hefur verið dug­legur að deila myndum af dýrum sem hann hefur drepið á Insta­gram síðunni sinni. Þar eru dýr líkt og gíraffi, antí­lópa og punt­svín.

Slíkar sport­veiðar hafa alla tíð verið gífur­lega um­deildar og oft um að ræða dýrategundir sem eru í viðkvæmu ástandi, að því er fram kemur á vef National Geographic. Þá vilja veiðimennirnir veiða stór karl­dýr sem vand­lega eru valin innan marka þjóð­garða til þess að vera veidd, veiði­manninum til dægra­styttingar og er hluti af dýrinu gjarnan tekin með sem svo­kölluð verð­laun eða bikar (e. trop­hy).

Oftast er um að ræða er­lenda ferða­menn sem borga há verð til að komast í slíkar að­stæður. Um­ræða og for­dæming á slíkri veiði náði há­marki árið 2015 þegar eitt frægasta ljón Simba­b­ve, ljónið Cecil, var drepið af banda­ríska tann­lækninum Walter James Pal­mer og haus þess fjar­lægður í kjöl­farið.

Þær eru þó afar umdeildar eins og áður segir og fullyrðir stuðningsfólk þeirra að þær gegni lykilhlutverki í að vernda tegundir gegn ofveiði.

Hjör­var leggur á það á­herslu í sam­tali við DV að ekki sé um að ræða ung­dýr sem séu drepin. Heldur séu felld gömul dýr, nema þörf sé á því. Á­stæða þess að ung dýr séu sjaldnar skotin megi rekja til út­litsins.

„Það er fyrst og fremst verið að skjóta dýrin fyrir mynda­tökuna og eins fyrir menn að eiga minningar, flytja heim upp­stoppuð dýr. Þá er þetta alltaf gert svona. Því eldra sem dýrið er því fal­legra er það. Maður sér að það hefur lifað.“

Hjör­var segist alla tíð hafa haft á­huga á veiðum og veitt dýr frá barns­aldri og leggur hann á­herslu á að oftast verði að fella um­rædd dýr, það sé þó ekki al­gilt.

„Ég til dæmis skaut anti­lópu í sumar sem þurfti að fella. Ef ég hefði ekki gert það þá hefði bóndinn sjálfur þurft að fella hana og það hefði verið mínus fyrir hann upp á 600 þúsund krónur.

Hún var felld á þeim grund­velli að hún var búin að drepa hjá bóndanum þrjá unga tarfa. Hún var komin á þann aldur að hún var geð­ill og það var ekki hægt að hafa hana inni á svæðunum lengur því hún var farin að drepa yngri tarfana.“

View this post on Instagram

Ein frá Suður-Afríku 👌

A post shared by Hjörvar I. (@hjorvingi) on