Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaður um helgina sautján ára ökumaður sem varð uppvís að því um helgina að aka um með gult vinnuljós á bifreið sinni. Fram kemur í tilkynningu Lögreglustjóra að ökumaðurinn hafi þar að auki ekið glæfralega og skapað hættu í umferðinni.

Lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu alvarlega við hann og létu aðstandendur hans vita af tiltækinu.

Ók á skilti

Ýmis fleiri atvik komu upp á borð lögreglunnar. Bifreið var stöðvuð eftir að umferðarskilti hafði verið ekið niður í Keflavík og reyndist skráningarnúmer bílsins tilheyra annarri bifreið.

Átta ökumenn voru svo kærðir fyrir hraðakstur og nokkuð var um minni háttar umferðaróhöpp. Engin alvarleg slys urðu á fólki.