Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður gestur í næsta þætti Heima er bezt. Þátturinn verður sýndur á mánudagskvöld.

Guðni hefur skrifað bók um þorskastríðin. Í bókinni fjallar Guðni um árin 1961 til 1971. Á þeim vor engin þorskastríð. Þrátt fyrir það voru mikil átök á bak við tjöldin. Bæði hér á landi sem og í Bretlandi, Þýskalandi og víðar.

“Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðna í þáttinn hjá mér,” segir Sigurjón Magnús Egilsson umsjónarmaður þáttarins. “Guðni sleppir aðeins af sér forsetanum og fer í gír sagnfræðingsins. Fáa veit ég um sem segja sögur af eins mikilli innlifun og Guðni gerir.”

Guðni boðar fleiri bækur um baráttuna fyrir landhelgi Íslands. Doktorsritgerð hans var einmitt um þessi spennandi mál.

Sigurjón Magnús heldur á bók forsetans. Guðni heldur hins vegar á nýjasta tölublaði Heima er bezt.