Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri er komin sjúkrahúsið á Ísafirði og ert talin vera úr allri lífshættu. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Hlyn Snorrasyni, yfirlögregluþjóni í aðgerðastjórn á Ísafirði. Hún er ekki talin vera alvarlega slösuð.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri um miðnætti í gærkvöldi og var stúlkunni bjargað úr öðru þeirra, en það er talið hafa farið snjóflóðavarnargarðinn fyrir ofan bæinn. Stúlkan var föst undir flóðinu í um hálftíma og var flutt um borð í varðskipið Þór, þar sem hlúð var að henni og hún flutt á Ísafjörð.

Ófært er landleiðina og segir Hlynur í samtali við Rúv að það torveldi að koma mannskap og björgun á milli staða. Það hafi komið sér vel að Þór hafi verið á Vestfjörðum í nokkra daga.