Helmingur lands­manna er and­vígur því að þriðji orku­pakkinn svo­kallaði taki gildi hér á landi. Tæp­lega þriðjungur, eða um 31 prósent, er orku­pakkanum fylgjandi.

Þetta eru niður­stöður nýrrar könnunar MMR, en þær svipa mjög til niður­staðna könnunar Frétta­blaðsins frá því á þriðju­dag, þar sem 48,7 prósent sögðust sam­þykkt orku­pakkans, og 29,6 prósent sögðust hlynnt sam­þykktinni.

Sam­kvæmt niður­stöðum MMR virtist stuðningur við pakkann lítill meðal þeirra sem styðja ríkis­stjórnar­flokkana; Vinstri græn, Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn. Tæp­lega helmingur þeirra, eða 49 prósent, kvaðst and­vígur inn­leiðingu þriðja orku­pakkans og rúmur fjórðungur, eða 27 prósent, fylgjandi. Mestur var stuðningur hjá kjós­endum Sjálf­stæðis­flokks en þó voru færri sem kváðust fylgjandi inn­leiðingunni heldur en and­víg, eða 44 prósent. And­staða reyndist meiri hjá stuðnings­fólki Fram­sóknar, eða 56 prósent, og Vinstri grænna, 55 prósent, en rúm­lega þriðjungur stuðnings­fólks Fram­sóknar­flokksins, 35 prósent, kvaðst mjög and­vígur.

Af stjórnar­and­stöðu­flokkunum reyndist stuðnings­fólk Mið­flokksins að öllu leiti and­vígt pakkanum, eða um 93 prósent. Meiri stuðning var hins vegar að finna hjá kjós­endum Sam­fylkingarinnar, 68 prósent, og hjá Við­reisn mældist stuðningurinn um 62 prósent. Hjá Pírötum var stuðningurinn um 44 prósent.

Niður­stöðurnar benda jafn­framt til þess að karlar séu já­kvæðari gagn­vart inn­leiðingu þriðja orku­pakkans, en um 36 prósent eru honum frekar eða mjög fylgjandi, saman­borið við 24 prósent kvenna. Karlar voru einnig já­kvæðari gagn­vart inn­leiðingu pakkans í könnun Frétta­blaðsins í vikunni.

And­staða við inn­leiðingu orku­pakkans jókst með auknum aldri en 38 prósent svar­enda 50 ára og eldri kváðust mjög and­víg slíkri inn­leiðingu, saman­borið við 32 prósent svar­enda 30-49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurs­hópi (18-29 ára). Þá voru svar­endur í yngsta aldurs­hópi (26%) og þeir á aldrinum 30-49 ára (21%) lík­legri til að segjast bæði já­kvæðir og nei­kvæðir mjög slæma heldur en svar­endur 50-67 ára (16 prósent ) og þeir 68 ára og eldri (13 prósent ).

Þá eru Evrópu­sinnar hvað hlynntastir inn­leiðingu orku­pakkans, en niður­stöðurnar í heild er að finna á vef MMR.