Full­trú­ar stúd­ent­a­ráðs Há­skól­a Ís­lands (HÍ) leggj­a til að HÍ finn­i sér aðra leið til fjár­mögn­un­ar en rekst­ur spil­a­kass­a og biðl­a til skól­ans að hætt­a starf­sem­inn­i. Happ­drætt­i Há­skól­a Ís­lands er ann­ar tveggj­a rekstr­ar­að­il­a spil­a­kass­a hér á land­i.

Á fund­i Stúd­ent­a­ráðs þann 8. apr­íl síð­ast­lið­inn lögðu fulltrúar STúdentaráðs fram tillögu þess efnis að Stúdentaráð álykti um að rekstri kassanna yrði hætt. Máli sínu til stuðn­ings seg­ja fulltrúarnir HHÍ eig­and­a 500 spil­a­kass­a sem skil­i ár­leg­a 700 millj­ón­um krón­a í hagn­að. Hagn­að­ur­inn fari „viss­u­leg­a í bygg­ing­ar há­skól­ans og tækj­a­bún­að en til að gera há­skól­an­um kleift að fjár­magn­a þess­ar bygg­ing­ar þarf hann að ýta und­ir fíkn er kem­ur að spil­a­köss­um.“

Fréttablaðið/Valli

Len­y­a Rún Taha Ka­rim, odd­vit­i Vöku, er flutn­ings­mað­ur til­lög­unn­ar og seg­ir hún full­trú­a stúd­ent­a­ráðs hafa séð sig knún­a til að láta í ljós skoð­un sína á mál­in­u. „Ég geri mér grein fyr­ir því að við erum stúd­ent­ar og höf­um ekk­ert vald til að setj­a nein boð og bönn um það hvað­an fjár­magn­ið kem­ur,“ seg­ir hún.

„En það er mik­il­vægt að þett­a mál sé á borð­i stúd­ent­a og að við lát­um okk­ar skoð­un í ljós um það hvern­ig far­ið er að því að fjár­magn­a okk­ar bygg­ing­ar,“ bæt­ir Len­y­a við.

Það kom mér skemmt­i­leg­a á ó­vart að all­ir séu sam­mál­a

Þá seg­ir hún mikl­a sam­stöð­u um mál­ið inn­an Stúd­ent­a­ráðs. „Það kom mér skemmt­i­leg­a á ó­vart að all­ir séu sam­mál­a um þett­a, Vaka er mik­il minn­i­hlut­a fylk­ing svo við bjugg­umst ekki við því, en þett­a er bara þann­ig mál,“ seg­ir Len­y­a. Bú­ast má við á­lykt­un frá Stúd­ent­a­ráð­i um mál­ið eft­ir helg­i.

Fréttin verður uppfærð.