Veðurstofan spáir austanstormi eða roki syðst á landinu, frá Eyjafjöllum og austur í Öræfi.

Gul viðvörun er vegna norðaustanhríðarveðurs verður á Vestfjörðum í kvöld og nótt.

Vegagerðin varar einnig við stuðbundnum hríðarbyl syðst á landinu í dag. Þá bætir í vind í Mýrdal, frá Sólheimajöklu austur á Mýrdalssand og er spáð stormi upp úr hádegi. Vaxandi hríðarveður verður síðdegis og má reikna með blindbyl, kófi og litlu skyggni í kvöld, einkum yfir Reynisfjalli. Vegagerðin greindi frá þessu á Twitter.

Mun hægari vindur og bjart með köflum á Norðurlandi og Austurlandi, en stöku él við ströndina. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins.