Strætó mun leita svara hjá lögreglu í dag vegna afskipta af vagnferð norður í land fyrr í mánuðinum.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær varð vagnstjóri fyrir árás farþega við endastöð við Hof á Akureyri. Ferðafélagi árásarmannsins hafði verið skilinn eftir á Blönduósi en lögregla hafði samband skömmu síðar þar sem óskað var eftir að vagninn biði eftir manninum, sem var skutlað um 60 kílómetra leið svo hann kæmist um borð í vagninn á ný.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur staðfest að málið sé til rannsóknar hjá embættinu.

Guðmundur Heiðar segir Strætó ekki hafa vísað málinu til nefndar um eftirlits með lögreglu.

„Við vorum ekki komin svo langt en við ætlum að senda fyrirspurn til lögreglu um málið,“ segir hann. „Okkur þótti þessi afskipti af okkur svo undarleg og þau vöktu auðvitað upp nokkrar spurningar.“