Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt beiðni Strætó bs. um að sækja um 300 milljóna króna yfirdrátt, í öryggisskyni, til að tryggja fjárstreymi fyrirtækisins út árið.

Á fundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar var fjárhagsleg staða og rekstraráætlun kynnt, þar sem var samþykkt að fyrirtækið fengi leyfi til að sækja um yfirdráttinn.

Á fundinum kom fram í máli Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó, að gert væri ráð fyrir að tekjur ársins yrðu 80 prósent af tekjum ársins 2019. Tekjur fyrir COVID-árið 2020 hefðu verið 800 milljónum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Taka þurfi lán til að mæta þessu tekjufalli.