Yfirvöld á Spáni neyddust til að banna sjósund í gær á vinsælum strandstöðum á Sitges svæðinu vegna hættu á hákarlaárásum.
Þrír hákarlar hafa sést undanfarna daga á sundi í nágrenni við strendur á norðanverðum Spáni, síðast í gær við baðstrendurnar Fragata, Ribera, Bassa Rodona og Estanyol.
Strandirnar eru allar geysivinsælar meðal ferðamanna, þar á meðal Íslendinga en Fréttablaðið hefur upplýsingar um nokkurn fjölda Íslendinga á svæðinu.
Sáust innan við 100 metra frá landi
Einn hákarlanna þriggja var á sundi innan við hundrað metra frá landi og vegna þess var ákveðið að banna sjóböð á fyrrnefndum fjórum baðströndum. Þetta kemur fram í spænska miðlinum El Pais.
Hinn stórhættulegi hvítháfur í hópnum
Einn hákarlana þriggja er hvítháfur (Great White) en stærstu hákarlar heims eru af þeirri tegund. Sami hákarl sást fyrir örfáum dögum rétt fyrir utan Garraf mitt á milli Sitges og Barcelona.
Hvítháfurinn er talinn hættulegastur allra hákarla en um hann segir á Vísindavefnum: „Þegar risar eins og hvítháfurinn eiga í hlut er rétt að taka enga áhættu, en hvítháfurinn ber ábyrgð á flestum árásum á menn.“

Í fréttum um málið kemur ekki fram af hvaða tegund hinir tveir hákarlarnir eru en fyrir nokkru síðan var Sant Gervasi ströndinni í Vilanova i la Geltrú lokað vegna tveggja bláháfa (e. blue sharks). Þessi tegund hákarla er þó yfirleitt talin meinlaus og ekki hættuleg mönnum.
Sant Garvasi ströndin var svo opnuð aftur eftir að strandverðir höfðu framið ítarlega leit við ströndina og fullvissað sig um að engir hákarlar væru sjáanlegir.
Lokanirnar sem gripið var til í gær vörðu í rúma eina og hálfa klukkustund, frá 12.50 til 14.30.
Bathers evacuated from four Sitges beaches after shark discovered. @lecodesitges #SitgesInEnglish https://t.co/TqbWBvFess
— Sitges in English (@SitgesEnglish) July 14, 2022
Yikes! The beach at Sitges was evacuated today cos three large sharks were spotted near the shore. No doubt hoping to get a bear, but probably willing to settle for a twink snack. The gays’ nerves must be rattled!
— Dr Panti Bliss-Cabrera (@PantiBliss) July 14, 2022
Han issat la bandera groga, no deixen banyar a dins, sí a la voreta platja #Balmins
— Niel Delmar (@Vakapiupiu) July 14, 2022
Els han vist a prop de St Sebastià.
Foto del tauró avui matí a Vilanova i la Geltrú pic.twitter.com/2wdOZY39IK
UPPFÆRT : Ranglega var sagt að Hvítháfur og Mako væru af sömu tegund í fréttinni en það hefur verið uppfært. Einnig var tegundin í myndinni Jaws ranglega nefnd en hákarlinn í þeirri mynd var af tegundinni týrháfur (Bull Shark) en ekki hvítháfur (Great White).