Innlent

Stroku­fangi ekki talinn hættu­legur

​Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í morgun eftir Sindra Þór Stefánssyni sem strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er Sindri ekki talinn hættulegur.

Sindri Þór Stefánsson hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 2. febrúar

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í morgun eftir Sindra Þór Stefánssyni. En hann strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er Sindri ekki talinn hættulegur.

„Það stendur yfir leit. Við erum búin að virkja þann mannafla sem er við störf. Tilkynning er sent á alla lögreglumenn á landinu og nú skoðum við það sem okkur þykir líklegt,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Sjá einnig: Lýst eftir strokufanga

Aðspurður hvernig Sindra hafi tekist að strjúka segir Gunnar að lögreglan bíði enn nákvæmari upplýsinga frá Sogni. „Þetta gerist í nótt. Við erum ekki búin að fá nákvæmar upplýsingar. En hann var vistaður á Sogni, og það er opið fangelsi. Það eru ekki girðingar sem umlykja húsakostinn. Þetta virðist hafa gerst um klukkan eitt í nótt og okkur var tilkynnt um þetta með morgninum.“

Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði.  „Hann sat fyrst um sinn í einangrun, síðan í lausagæslu og síðustu tíu daga hefur hann verið á Sogni,“ segir Gunnar.

Gunnar segir að mikið sé lagt í leitina. „Hann er auðvitað málsaðili í máli sem við höfum verið að rannsaka frá því í janúar.

Gunnar segir rannsókn málsins vera á lokastigi, þrátt fyrir að ekki hafi tekist að finna tölvurnar sem stolið var. „Það hefur víða verið leitað að tölvunum, án árangurs. En það er jafnvel stefnt að því að gefa út ákæru í málinu í byrjun næstu viku.“

Sjá einnig: Búið að kort­leggja stuldinn úr gagna­verunum

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Sindri sé íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 sentímetrar á hæð.  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00 í nótt.

Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá klukkan eitt í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Læknafélagið leiðréttir Helgu Völu

Innlent

„Líkar þér við Ísland, þá áttu eftir að elska Svíþjóð.“

Innlent

Sigurður keypti fíkniefnin á Benidorm

Auglýsing

Nýjast

Bílar

Mary Barra rak forstjóra Cadillac

Innlent

Emmsjé Gauti og Sveinbjörg Birna „battla“ um borgina

Erlent

Forsætisráðherra Armeníu segir af sér

Innlent

Segja nýbakaðar mæður fá þjónustu

Erlent

Lýst sem kynferðislega brengluðum lygara

Bílar

Forsetabíll Pútíns tilbúinn

Auglýsing