Fyrr­verandi sendi­herra Kína í Banda­ríkjunum, Qin Gang, hefur tekið við sem utan­ríkis­ráð­herra Kína. Qin Gang tók við af Wang Yi, sem hefur verið and­lit utan­ríkis­stefnu landsins síðan 2013.

Qin hefur verið sendi­herra í Banda­ríkjunum í rúm­lega eitt og hálft ár. Hann fékk það verk­efni að reyna að koma sam­skiptum landanna aftur í eðli­legt horf en þjóðirnar hafa átt í deilum undan­farin ár.

Nýja ráð­herranum hefur verið lýst sem „stríðsúlfi“ sem er gælu­nafn gefið kín­verskum diplómötum sem þekktir eru fyrir að vera harð­orðir í garð vest­rænna þjóða. Nafnið er til­vísun í kín­versku spennu­mynda­seríuna Wolf Warri­or.

Qin Gang sagði meðal annars árið 2020 að í­mynd Kína á Vestur­löndum hefði versnað vegna þess að fjöl­miðlar í Evrópu og Banda­ríkjunum hefðu aldrei sætt sig við upp­gang Kín­verja.

Hann hefur einnig sagt að kín­verska þjóðin hafi lítið að læra af hinum vest­ræna heimi.