Innlent

Strá­in rif­in upp fyr­ir ut­an bragg­ann við Naut­hóls­veg

Búið er tæta upp hluta dönsku stráanna fyrir utan hinn margumtalaða bragga við Nauthólsveg 100. Stráin, sem heita á íslensku dúnmelur, voru sérstaklega flutt inn í tengslum við endurbyggingu braggans og svæðið þar í kring.

Búið er að rífa upp hluta stráanna. Þau voru sérstaklega flutt hingað til lands frá Danmörku og kostuðu samtals 757 þúsund krónur. Fréttablaðið/Anton Brink

Búið er tæta upp hluta dönsku stráanna fyrir utan hinn margumtalaða bragga við Nauthólsveg 100. Stráin, sem heita á íslensku dúnmelur, voru sérstaklega flutt inn í tengslum við endurbyggingu braggans og svæðið þar í kring.

Töluvert hefur verið rætt um verkefnið og þá hafa borgaryfirvöld verið harðlega gagnrýnd vegna framúrkeyrslu við kostnað þess. Upphafleg kostnaðaráætlun við endurgerð braggans hljóðaði upp á 158 milljónir króna en eins og staðan er í dag nemur kostnaðurinn 415 milljónum króna.

Gróðursetning stráanna 800 fyllti mælinn hjá mörgum þegar í ljós kom að þau hefðu samtals kostað 757 þúsund krónur, eða 950 krónur stykkið. Uppsetningin sjálf kostaði síðan 400 þúsund krónur til viðbótar. Heildarkostnaður nam því 1.157 þúsund krónum samtals.

Síðar kom í ljós að dúnmelur yxi hér á landi. „Það er ótrúlegt að sækja þetta til Danmerkur þegar tegundin er til víða hér á landi,“ sagði Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur í samtali við Fréttablaðið. Plöntuna væri til að mynda að finna við Hvaleyrarvatn.

Vaskir starfsmenn borgarinnar voru í óða önn að gróðursetja stráin aftur þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn“

Fréttir

Bragga­málið: „Fólk gerir bara mis­tök“

Innlent

Borgar­stjóri segir bragga­mál kalla á skýringar

Auglýsing

Nýjast

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Tesla kaupir trukkafyrirtæki til að hraða afhendingu

Upp­sögn eftir 44 ára starf dæmd ó­lög­mæt

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Kínverjar velja lengri gerðir bíla

Mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst

Auglýsing