Innlent

Vagnstjóri grunaður um að hafa ráðist á barn

Lögregla handtók strætóbílstjóra sem var við akstur leiðar 14 seinni partinn í dag grunaðan um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn sem kastaði snjóbolta í vagninn. Strætó vinnur í því að fá nýjan bílstjóra í vagninn en farþegar voru skildir eftir.

Strætóbílstjóri handtekinn Fréttablaðið/Anton Brink

Lögreglan handtók strætóbílstjóra sem var að keyra leið 14 seinni partinn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er maðurinn grunaður um líkamsárás gegn 11 ára barni. Hann er nú í haldi lögreglu. Atvikið átti sér stað í Gnoðarvogi og var maðurinn handtekinn við Hlemm.

Maðurinn á að hafa stöðvað vagninn þegar barnið kastaði snjóbolta í hann. Hann gekk þá út úr vagninum og er sakaður um að hafa ráðist að barninu þar. 

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að maðurinn hafi verið handtekinn. Guðmundur sagði að á þessu yrði tekið hjá Strætó og að hann treysti því að lögregla myndi sinna sínu hlutverki. 

Guðmundur sagði verktakafyrirtæki sjá um akstur leiðar 14 og það væri verið að vinna í því að finna nýjan bílstjóra. En farþegar voru skildir eftir í vagninum án bílstjóra. 

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar fást.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing