Leið 36 hjá Strætó lenti í á­rekstri á Ný­býla­vegi við Þver­brekku á níunda tímanum í morgun. Ein­hverjar tafir urðu vegna á­rekstursins en þó ekki miklar.

Engan sakaði í á­rekstrinum að sögn Guð­mundar Heiðars Helga­sonar, upp­lýsinga­full­trúa Strætó, og þá sagði Gunnar Hilmars­son, aðal­varð­stjóri, að málið hafi ekki ratað á borð lög­reglu.

Um var að ræða minni­háttar ó­happ og var Akstur og Öryggi kallað á vett­vang til að taka niður skýrslu.

„Þegar bíl­stjórar lenda í ó­happi eiga þau að stoppa og láta taka skýrslu líkt og var gert í þessu til­viki,“ segir Guð­mundur. Hann sagði ó­happið ekki hafa verið al­var­legt og lítið af skemmdum hafa orðið enda hafi vagninn sem um ræðir lagt aftur af stað fyrir nokkrum mínútum.