Strætis­vagn á leið 12 endaði í gær­kvöldi hálfur út í Reykja­víkur­tjörn. Betur fór en á­horfðist en einungis bíl­stjórinn var um borð og slasaðist hann ekki. Þá urðu minni­háttar skemmdir á vagninum og hefur hann nú verið fjar­lægður. Þetta stað­festir Guð­mundur Heiðar Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Strætó, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þetta var leið tólf og gerist um mið­nætti í gær. Hann var að klára vakt og var að fara að skila bílnum með engan far­þega um borð,“ segir Guð­mundur. „Hann fékk ein­hverja hviðu á sig og það var hált og hann hefur bara runnið út fyrir.“

Engin slys urðu á fólki eins og áður segir. „Sem betur fer meiddist hann ekki og mér skilst að tjónið á vagninum hafi ekki verið mikið og hann er kominn upp úr. En honum var auð­vitað brugðið.“

Guð­mundur segir að veður hafi sett sinn strik í reikninginn fyrir Strætó undan­farna daga. „Þegar eru svona að­stæður í langan tíma þá fer það að taka toll af flotanum hjá okkur. Við getum ekki beðið eftir að þetta fari að lagast,“ segir hann léttur í bragði.

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend