Utan­ríkis­ráð­herrar Banda­ríkjanna og Rúss­lands funduðu í gær um Úkraínu. Sögðust þeir Antony Blin­ken og Sergei Lavrov hafa átt hrein­skiptnar við­ræður um hvernig megi draga úr hættu á út­breiddum á­tökum í Úkraínu.

Lavrov neitaði sem fyrr að miklum her­afla Rússa við landa­mæri Úkraínu væri ætlað að ráðast inn í landið. Blin­ken sagði að gerðu Rússar inn­rás, myndu Banda­ríkin bregðast við af hörku. Banda­ríkin og banda­lags­þjóðir þeirra hafa áður sagst munu grípa til nýrra refsi­­að­gerða gegn Rússum.