Erlent

Stormy Dani­els hand­tekin á nektar­klúbbi

​Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var handtekin á nektarklúbbi í Ohio í Bandaríkjunum í gær vegna þess að hún leyfði kúnnum klúbbsins að snerta sig á meðan hún dansaði en samkvæmt lögum ríkisins er það bannað, nema sé um að ræða fjölskyldumeðlim.

​Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var handtekinn á nektarklúbbi í Ohio í Bandaríkjunum í gær vegna þess að hún leyfði kúnnum klúbbsins að snerta sig á meðan hún dansaði Fréttablaðið/AFP

Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var handtekin á nektarklúbbi í Ohio í Bandaríkjunum í gær vegna þess að hún leyfði kúnnum klúbbsins að snerta sig á meðan hún dansaði. Samkvæmt lögum Ohio-fylkis er það bannað samkvæmt lögum. Þar má enginn sem er ekki fjölskyldumeðlimur snerta nakinn eða nærri nakinn dansara. Ekki er ljóst hvort þessu lagaákvæði er yfirleitt framfylgt af hörku í Ohio-ríki.

Lögfræðingur Daniels, MichaelAvenatti, sagði á Twitter í kjölfarið handtökunnar að hún „lyktaði af örvæntingu“ og gaf í skyn að handtakan væri pólitísk og hefði ekki verið tilviljanakennd. „Við munum berjast á móti öllum slíkum gerviákærum,“ sagði Avenatti á Twitter. Greint er frá á vef Guardian

Daniels var að dansa á klúbbnum Sirens í Columbus þegar hún var snert og segir Avenatti einnig á Twitter að ekki hafi verið um að ræða „kynferðislega snertingu“.

„Hún var handtekin fyrir að leyfa kúnna að snerta sig á sviði. Snertingin var ekki kynferðisleg. Ertu að grínast í mér? Er verið að verja fjármunum lögreglunnar í slíkar leyniaðgerðir? Það hlýtur að vera eitthvað annað sem ætti að vera í meiri forgangi,“ segir Avenatti á Twitter.

Að lokum segir Avenatti í færslu á Twitter að hann búist við því að Daniels verði sleppt úr haldi gegn tryggingu og hann búist við því að hún verði ákærð fyrir smávægilegt brot. 

Daniels, sem heitir í raun Stephanie Clifford, hefur lengi haldið því fram að hún hafi sofið hjá Donald Trump árið 2006, en hann er eins og kunnugt er forseti Bandaríkjanna í dag. Hann viðurkenndi í byrjun maí að Daniels hefði, þegar kosningabaráttan stóð sem hæst, fengið 130 þúsund dali fyrir að þegja um „ósannar“ fullyrðingar um að hún hefði sængað hjá honum. 

Sjá einnig: Kannast núna við að hafa keypt þögn Stormy Daniels

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Útilokar ekki fleiri sambærilegar greiðslur

Erlent

Kannast núna við að hafa keypt þögn Stormy Daniels

Erlent

Lög­­maður Stormy: „Trump farinn af hjörunum“

Auglýsing

Nýjast

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Vil­hjálmur afar von­svikinn

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Auglýsing