Veður­stofa Ís­lands hefur gefið út gular við­varanir víða um land fyrir morgun­dag og sunnu­dag, páska­dag, vegna mikillar hríðar og storms. Þá fer afar kólnandi í veðri næstu daga og má búast við allt að 15 stiga frosti á páska­dag.

Við­varanirnar á morgun ná aðal­lega til Norður­lands og taka gildi klukkan sex í fyrra­málið og gilda fram til kvölds. Gul við­vörun hefur einnig verið gefin út á Faxa­flóa frá klukkan 13 til 21 á morgun. Á­kvörðun hefur einnig verið tekin um að loka fyrir um­ferð að gos­stöðvunum á morgun vegna suð­vestan­storms.

Gert er ráð fyrir suð­vestan­hvass­viðri eða stormi á Norður­landi á morgun, einkum við Trölla­skaga og í Eyja­firði. Þá snýst í norðan­átt með hríðar­veðri og hálku á norðan­verðu landinu seint á morgun, fyrst á Vest­fjörðum og Ströndum.

Færð versnar mikið þar annað kvöld, ekki síst á fjall­vegum og eru ferða­langar því hvattir til að haga ferðum sínum eftir því.

Á páska­dag færast gulu við­varanirnar síðan á austan­vert landið þar sem má búast við miklum vindi, élja­gangi og skaf­renningi. Þá kólnar mikið á landinu og má búast við 4 til 15 stiga frosts. Þá verður svipaður kuldi út vikuna ef marka má lang­tíma­spá veður­stofunnar, frost í kringum 1 til 12 stig. Síðan er spáð björtu veðri og minnkandi frosti næsta föstu­dag.