Fréttir

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Færð og skyggni gæti versnað til muna á Suðurlandi í dag, þegar stormur gengur yfir landið.

Gul stormviðvörun er í gildi á Suðvesturlandi.

Vakin er athygli á að um hádegi gengur í suðvestan storm með éljum á suðurlandsundirlendinu. Færð og skyggni gæti versnað til muna, en veðrið gengur hratt yfir.“ Þetta er athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Gul stormviðvörun er í gildi fyrir suðvesturhornið. „Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.“

Veðrið næsta sólarhringinn verður þannig að upp úr hádegi gengur í suðvestan hvassviðri eða storm á Suðurlandi, með éljum og síðan slydduéljum. Dregur úr vindi seinnipartinn. Allhvöss sunnanátt verður norðaustanlands í kvöld og léttir til. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig, kaldast fyrir norðan.

Á morgun verður vestlæg átt, 8 til 15 metrtar á sekúndu suðvestanlands en annars mun hægari. Víða verða él en yfirleitt léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Frost verður á bilinu 1 til 10 stig.

Uppfært klukkan 11:40: 

Óveðrið afturkallað

„Sjá má glögglega á ratsjá og tunglmyndum að lægðin með snjó og vindi stefnir til austurs skammt fyrir sunnan land í stað þess að koma inn á Faxaflóa eins og áður var reiknað með. Hittir mögulega á Eyjafjöll og Mýrdal seinnipartinn.   Spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands er því afturkölluð.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Bandaríkin

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Breska konungsfjölsku

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing