Gul stormviðvörun er í gildi fyrir suðvestanvert landið í kvöld. Þá má búast við suðuastanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu eða slyddu.

Úrkoman verður að rigningi nærri sjávarmáli og hlýnar. Veðurstofa Íslands varar við því að erfið akstursskilyrði geti skapast, vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju.

Þetta á sér í lagi við í uppsveitum og á heiðavegum, til dæmis Bröttubrekku. 

Viðvörunin gildir líka fyrir Suðurland, Breiðafjöð og sunnanverða Vestfirði. Þar er spáin svipuð.

Stormviðvörunin gildir aðeins frá klukkan 18 til 22 í kvöld.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 10-15 m/s með morgninum og él, en léttskýjað A-til. Frost 0 til 7 stig.  Hægari vindur og styttir upp eftir hádegi, en gengur í suðaustan 15-23 m/s S- og V-lands undir kvöld með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Hlýnar tímabundið. Dregur úr vindi í nótt, suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á morgun og él, einkum S-lands. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig seinni partinn. Bætir í vind syðst annað kvöld.