Innlent

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Veðurstofa Íslands varar við því að erfið akstursskilyrði geti skapast, vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju.

Ófærð. Fréttablaðið/Haraldur Guðjónsson

Gul stormviðvörun er í gildi fyrir suðvestanvert landið í kvöld. Þá má búast við suðuastanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu eða slyddu.

Úrkoman verður að rigningi nærri sjávarmáli og hlýnar. Veðurstofa Íslands varar við því að erfið akstursskilyrði geti skapast, vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju.

Þetta á sér í lagi við í uppsveitum og á heiðavegum, til dæmis Bröttubrekku. 

Viðvörunin gildir líka fyrir Suðurland, Breiðafjöð og sunnanverða Vestfirði. Þar er spáin svipuð.

Stormviðvörunin gildir aðeins frá klukkan 18 til 22 í kvöld.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 10-15 m/s með morgninum og él, en léttskýjað A-til. Frost 0 til 7 stig.  Hægari vindur og styttir upp eftir hádegi, en gengur í suðaustan 15-23 m/s S- og V-lands undir kvöld með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Hlýnar tímabundið. Dregur úr vindi í nótt, suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á morgun og él, einkum S-lands. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig seinni partinn. Bætir í vind syðst annað kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing