Það voru tveir stórir jarð­skjálftar skammt frá Grinda­vík rétt fyrir klukkan tíu í morgun, sam­kvæmt upp­lýsingum á vef Veður­stofu.

Báðir jarð­skjálftarnir voru yfir 3 að stærð, sá fyrri var klukkan 9:53 og var 3,5 að stærð. Sá seinni átti sér stað 9:57 og var 3,6 að stærð.

Báðir skjálftarnir áttu upp­tök sín norð­vestur af Grinda­vík.