Karl­mað­ur sem hand­tek­inn var nýlega vegn­a stung­u­á­rás­ar í Kaup­mann­a­höfn er ekki ís­lensk­ur, held­ur holl­ensk­ur. Greint var frá því í ís­lensk­um miðl­um í gær að „stór húð­flúr­að­ur Ís­lend­ing­ur“ hefð­i ver­ið hand­tek­inn eft­ir að mað­ur var stung­inn í háls­inn á Strik­in­u.

Fyrst var greint frá á Vísi. Í svar­i fjöl­miðl­a­full­trú­a lög­regl­unn­ar í Kaup­mann­a­höfn til Vís­is kem­ur fram að hinn grun­að­i sé Holl­end­ing­ur, en ekki ís­lensk­ur.

Lög­regl­an í Kaup­mann­a­höfn greind­i frá því á sam­fé­lags­miðl­um á fórn­ar­lamb­ið hafi ekki ver­ið í lífs­hætt­u.

„Ég og vinur minn eltum á­rásar­manninn, stóran húð­flúraðan ís­lenskan náunga, sem hafði stuttu áður legið og barist við annan mann á jörðinni,“ sögðu vitni í sam­tali við danska miðilinn Ekstra­bladet, en þau höfðu þá elt manninn að Bur­ger King við Ráð­hús­torgið og látið lög­reglu vita. Maðurinn náðist þegar hann var við það að henda hnífnum í rusla­tunnu við staðinn.