Byggðarráð Múlaþings tók fyrir erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs ásamt yfirlýsingu frá eigendum Eiða auk hugmynda að nýjum golfvelli í landi Eiða.

Þröstur Jónsson, úr Miðflokknum og áheyrnarfulltrúi í ráðinu, lagði fram hugmynd um að einkaaðilar myndu byggja upp fyrsta alþjóðlega golfvöllinn á Íslandi á Eiðum í samvinnu við Golfklúbbinn og eigendur Eiða. „Það þarf að vinna viðskiptaáætlun fyrir slíkan völl til að meta fýsileika hans,“ segir í hugmynd Þrastar.