Appel­sínu­gular við­varanir taka gildi í öllum lands­hlutum næst­komandi föstu­dag þegar djúp lægð lendir á landinu. Gert er ráð fyrir víð­tækum sam­­göngu­truflunum og ekkert ferða­veður er á meðan við­varanir eru í gildi. Veður­stofan hvetur fólk til að sýna var­færni og fylgjast grannt með veður­spám.

Veður­­fræðingar brýna einnig fyrir fólki og fyrir­­­tækjum að gæta að lausa­munum þar sem líkur eru á foktjóni, sér­­í­lagi sunnan til á landinu. Fólki er bent á að sýna var­kárni til að fyrir­­byggja slys og festa lausa­muni eins og frekast er kostur.

Lægðin byrjar syðst á landinu að­fara­nótt föstu­­dagsins og tekur appel­sínu­gul við­vörun gildi klukkan tvö um nótt. Lægðin færist norður um landið þegar birta fer að degi og að sögn veður­fræðings verður komið dýr­vit­laust veður á há­­degi.

Veðurkortið er ískyggilegt á litinn um hádegi á föstudag.
Mynd/Veðurstofa Íslands

Ó­venju­lega mikill vindur

Vind­hviður á Austur-, Vestur- og Norður­landi fara víða upp í 40 metra á sekúndu og varað er við hættu­legum hviðum við fjöll sem gætu farið í 45 metra á sekúndu á Mið­há­lendinu. Á Suður­landi er búist við að vind­hviður fari upp í 35 metra á sekúndu og á höfuð­borgar­svæðinu verður vind­hraði á bilinu 15 til 28 metrar á sekúndu þegar hæst verður.

Storminum fylgir úr­­koma sem byrjar sem hríðar­veður og snjó­koma og fer svo yfir í slyddu og rigningu á sunnan­verðu landinu. Í öðrum lands­hlutum heldur á­fram að snjóa og skafa.

Linnu­lausar lægðir

Lægðin sem um ræðir er í myndun við Ný­fundna­land núna og siglir af stað í dag, hún hefur fengið viður­­nefnið Denni Dæma­lausi og heim­­sækir landið um helgina. Veðrið gengur niður um föstu­dags­kvöld en veður­fræðingar segja það vera skamm­vinnan vermi þar sem von er á annarri lægð á laugar­daginn sem einnig gæti orðið skæð.

Ekkert ferðaveður verður á meðan viðvaranir eru í gildi.
Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson