Appel­sínu­gul veður­við­vörun hefur verið gefin út fyrir Suður­landið en við­varanirnar taka gildi klukkan 18 og verða í gildi til mið­nættis. Gul við­vörun var gefin út fyrir höfuð­borgar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Suð­austur­land og Mið­há­lendið í morgun þar sem búist var við stormi syðst á landinu.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Veður­stofu Ís­lands er spáð austan stormi þar sem búist er við að vindur fari upp í 23 til 28 metra á sekúndu og að vind­hviður nái allt að 40 metrum á sekúndu.

„Stór­hríð og skaf­renningur. Víð­tækar sam­göngu­truflanir lík­legar, og ekkert ferða­veður á meðan við­vörunin er í gildi,“ segir í við­vörun Veður­stofu en stormurinn verður fyrst austan til á svæðinu, undir Eyja­fjöllum og í Vest­manna­eyjum, og síðan með suður­ströndinni seinna í kvöld.

Gular við­varanir verða síðan í gildi á morgun og fram á laugar­dag.