Erlent

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Stórhættulegur fellibylur stefnir nú hratt á suðvesturströnd Mexíkó. Yfirvöld hafa varað íbúa á strandlengjunni við, en fellibylnum fylgir mikið rok, rigning og getur valdið sjóflóðum.

Óveðrinu fylgir mikil úrkoma. Hér má sjá borgina Morelia í Michoacan þar sem flætt hefur um stræti víða.

Stórhættulegur, fjórða stigs fellibylur stefnir nú óðfluga að Mexíkóströnd. Yfirvöld í Mexíkó hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi við strandlengjuna og á þeim svæðum þar sem búist er við að Willa skelli á. 

Fellibylnum fylgir gríðarleg úrkoma og mikið rok og gæti hann valdið mikilli eyðileggingu, sem og mannfalli og mikilli eyðileggingu. Meðalvindhraði nær allt að 250 kílómetrum á klukkustund og fylgir vonskuveðrinu mikil rigning, hávaðarok og sjóflóð. 

Bandaríska fellibyljamiðstöðin, NHC, hefur varað við því að afleiðingar fellibylsins gætu verið skelfilegar, meðal annars vegna mikilla flóða og aurskriða. 

Sem fyrr segir hefur Willa náð hraða fjórða stigs fellibyl, en fimmta stigið er það hæsta. Minna en tvær vikur eru síðan fellibylurinn Mikael skall á norðvesturhluta Flórída-ríkis í Bandaríkjunum með skelfilegum afleiðingum. Íbúar á Mexíkó-strönd, sem urðu fyrir einni verstu útreiðinni vegna Mikaels, hafa lýst svæðinu sem eins og „hamfarasvæði,“ eftir fellibylinn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Mexico

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Erlent

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Venesúela

Tveggja forseta krísa í Venesúela

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Auglýsing