Erlent

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Stórhættulegur fellibylur stefnir nú hratt á suðvesturströnd Mexíkó. Yfirvöld hafa varað íbúa á strandlengjunni við, en fellibylnum fylgir mikið rok, rigning og getur valdið sjóflóðum.

Óveðrinu fylgir mikil úrkoma. Hér má sjá borgina Morelia í Michoacan þar sem flætt hefur um stræti víða.

Stórhættulegur, fjórða stigs fellibylur stefnir nú óðfluga að Mexíkóströnd. Yfirvöld í Mexíkó hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi við strandlengjuna og á þeim svæðum þar sem búist er við að Willa skelli á. 

Fellibylnum fylgir gríðarleg úrkoma og mikið rok og gæti hann valdið mikilli eyðileggingu, sem og mannfalli og mikilli eyðileggingu. Meðalvindhraði nær allt að 250 kílómetrum á klukkustund og fylgir vonskuveðrinu mikil rigning, hávaðarok og sjóflóð. 

Bandaríska fellibyljamiðstöðin, NHC, hefur varað við því að afleiðingar fellibylsins gætu verið skelfilegar, meðal annars vegna mikilla flóða og aurskriða. 

Sem fyrr segir hefur Willa náð hraða fjórða stigs fellibyl, en fimmta stigið er það hæsta. Minna en tvær vikur eru síðan fellibylurinn Mikael skall á norðvesturhluta Flórída-ríkis í Bandaríkjunum með skelfilegum afleiðingum. Íbúar á Mexíkó-strönd, sem urðu fyrir einni verstu útreiðinni vegna Mikaels, hafa lýst svæðinu sem eins og „hamfarasvæði,“ eftir fellibylinn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

For­seta­frúin lætur reka þjóðar­öryggis­ráð­gjafa

Erlent

Vilja neyðarfund í Öryggisráðinu

Erlent

Eldarnir þeir mann­skæðustu í sögu Banda­ríkjanna

Auglýsing

Nýjast

Vann 25 milljónir á röð númer 512

Umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis fjórfaldast

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Ætlar að farga plaggatinu

Eigandinn: „Ef ég væri hundur myndi ég vilja vera þarna“

Á­sakanir um dýra­níð eigi ekki við rök að styðjast

Auglýsing