Fjöldi lausra þak­platna fauk ofan af í­þrótta­húsi Haga­skóla við Nes­haga í Vestur­bænum á níunda tímanum í morgun. Plöturnar höfnuðu á götunni og settu um­ferð úr skorðum um stund.

Lög­reglan og starfs­menn borgarinnar mættu um níu­leytið og færðu plöturnar af götunni. Þegar ljós­myndara Frétta­blaðsins bar að garði höfðu þær verið færðar til og var verið að vinna í því að flytja þær í burtu. 

Ljóst er að illa hefði getað farið en skömmu áður en plöturnar fóru á flug voru börn á leið í Mela­skóla, sem staðsettur er handan við götuna. Hinum megin í­þrótta­hússins er síðan leik­skólinn Haga­borg. 

Tölu­vert hvass­viðri hefur verið sunnan- og vestan­lands í morgun en um klukkan níu mældust um 14 m/s í Reykja­vík. Vind­hraðinn hefur mest verið mældur 27 m/s í borginni það sem af er morgni. Gul við­vörun er í gildi á Breiða­firði, Ströndum og Norður­landi vestra.