Innlent

Stór­hætta þegar þak­plötur fóru á flug í Vestur­bænum

​Lausar þak­plötur fuku ofan af í­þrótta­húsi Haga­skóla við Nes­haga í Vestur­bænum á níunda tímanum í morgun. Plöturnar höfnuðu á götunni og settu um­ferð úr skorðum um stund.da

Svona var ástandið við Neshaga skömmu eftir að kennsla hófst í Melaskóla í morgun. Aðsend mynd

Fjöldi lausra þak­platna fauk ofan af í­þrótta­húsi Haga­skóla við Nes­haga í Vestur­bænum á níunda tímanum í morgun. Plöturnar höfnuðu á götunni og settu um­ferð úr skorðum um stund.

Lög­reglan og starfs­menn borgarinnar mættu um níu­leytið og færðu plöturnar af götunni. Þegar ljós­myndara Frétta­blaðsins bar að garði höfðu þær verið færðar til og var verið að vinna í því að flytja þær í burtu. 

Ljóst er að illa hefði getað farið en skömmu áður en plöturnar fóru á flug voru börn á leið í Mela­skóla, sem staðsettur er handan við götuna. Hinum megin í­þrótta­hússins er síðan leik­skólinn Haga­borg. 

Tölu­vert hvass­viðri hefur verið sunnan- og vestan­lands í morgun en um klukkan níu mældust um 14 m/s í Reykja­vík. Vind­hraðinn hefur mest verið mældur 27 m/s í borginni það sem af er morgni. Gul við­vörun er í gildi á Breiða­firði, Ströndum og Norður­landi vestra.

Búið var að færa plöturnar í skjól við hliðina á íþróttahúsinu. Unnið var að því að flytja þær í burtu. Fréttablaðið/Anton Brink
Aðsend mynd

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing