Sögu­legar af­urða­verðs­hækkanir eru í pípunum til bænda sem fram­leiða lamba­kjöt víða um land. Slátur­fé­lag Vopn­firðinga á­kvað í vikunni að hækka meðal­verð dilka­kjöts um 31,4 prósent til fram­leið­enda.

Haft er eftir Skúla Þórðar­syni, fram­kvæmda­stjóra Slátur­fé­lags Vopn­firðinga, í Bænda­blaðinu, að stjórn fé­lagsins hafi talið sig knúna til að bregðast við rekstrar­vanda sauð­fjár­bænda.

Ó­víst er að hve miklu leyti hækkunin mun skila sér í hærra vöru­verði til neyt­enda. Dæmi um aðrar af­urða­verðs­hækkanir eru að Slátur­fé­lag Suður­lands hefur á­kveðið 18,7 prósenta hækkun til bænda á dilka­kjöti milli ára. Kjarna­fæði-Norð­lenska hefur upp­lýst að af­urða­verð muni hækka að lág­marki um 10 prósent.