Sögulegar afurðaverðshækkanir eru í pípunum til bænda sem framleiða lambakjöt víða um land. Sláturfélag Vopnfirðinga ákvað í vikunni að hækka meðalverð dilkakjöts um 31,4 prósent til framleiðenda.
Haft er eftir Skúla Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Sláturfélags Vopnfirðinga, í Bændablaðinu, að stjórn félagsins hafi talið sig knúna til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda.
Óvíst er að hve miklu leyti hækkunin mun skila sér í hærra vöruverði til neytenda. Dæmi um aðrar afurðaverðshækkanir eru að Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið 18,7 prósenta hækkun til bænda á dilkakjöti milli ára. Kjarnafæði-Norðlenska hefur upplýst að afurðaverð muni hækka að lágmarki um 10 prósent.