Þeir sem áttu leið um mið­borg Reykja­víkur síðast­liðinn þriðju­dags­morgun sáu að maður lá sofandi við þröskuld Héraðs­dóms Reykja­víkur. Hringt var á 112 og var manninum veitt að­hlynning. Hann lifði nóttina af en var orðinn mjög kaldur. Í fyrri­nótt var frost á höfuð­borgar­svæðinu.

Soffía Hjör­dís Ólafs­dóttir fé­lags­ráð­gjafi í mála­flokki heimilis­lausra segir að í Co­vid-far­aldrinum hafi skortur á ferð­mönnum leitt til þess að hægt var að hýsa fólk í vanda í byggingum sem ella gegndu hlut­verki í ferða­þjónustu. Þegar ferða­manna­sprengjan sprakk á ný skapaðist hús­næðiskrísa. Ein af­leiðing þess er að öll neyðar­skýli eru nú full nótt eftir nótt.

Borgin hækkaði við­mið um há­marks­fjölda þegar á­sókn í neyðar­skýlin fór að aukast. Fjölgunin leiddi til þess að upp komu róstur og ýmsar á­skoranir vegna og mikils ná­vígis heimilis­manna. Upp komu of­beldis­mál og hefur þurft að út­hýsa sumum sem eru ógn við öryggi annarra. Þessar að­stæður leiða til þess að fleiri sofa nú utan­dyra á nóttunni en um langt skeið. Það er að sögn Soffíu sér­stakt á­hyggju­efni þegar kaldur vetur nálgast.

Soffía Hjör­­dís Ólafs­dóttir fé­lags­ráð­gjafi í mála­­flokki heimilis­lausra.
Fréttablaðið/Valli

„Fyrir þessa miklu á­sókn þurftum við ekki að vísa neinum frá, við vorum með allt að 150% nýtingu. En af­leiðingar af fjölguninni eru auknar at­vika­skráningar, mikið ná­vígi veldur breyttri hegðun og van­líðan, við þurfum að tryggja öryggi allra inni í húsinu. Stefnan er að vísa engum á dyr en við höfum þurft að minnka þol okkar gagn­vart fólki þannig að af­leiðingin getur orðið sú að ó­venju margir sofi nú undir berum himni.“

Hægt er að vista 25 á Lindar­götunni, 15 á Granda­garði og 12 í Konu­koti. Á öllum stöðum er allt fullt og yfir­bókað.

Soffía hvetur al­menning bæði til að láta vita ef gengið er fram á sofandi fólk og eins að senda á­bendingar á vef Reykja­víkur.

Eymdin er meiri en um langt skeið en hjá heimilis­lausum.
Fréttablaðið/Björn Þorláksson

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu gerist það nánast á hverri nóttu að fólk sofi utan­dyra. Yfir­maður hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu sagði al­gengt að úti­gangs­fólk bankaði upp á á löggu­stöð og spyrði hvort hægt væri að gista í fanga­klefa. Oft er orðið við því.

Innan lög­reglu hefur verið rætt hvort mis­vísandi sé eftir hverju og einu til­viki hvort maður undir miklum á­hrifum vímu­efna fái inni í neyðar­skýli. Fram kemur í svörum Reykja­víkur­borgar að megin­reglan sé að neyðar­skýlin séu öllum opin.

Fylgst er reglu­lega með á­standinu hjá þeim sem gista í tjöldum í laugar­dalnum. Soffía Hjör­dís segir við­horfs­breytingu mikil­væga. Oft sé ekki við fólkið sjálft að sakast að lífið hafi tekið dapur­lega stefnu.