Fanga­varðar­fé­lag ís­lands mót­mælir harð­lega þeim niður­skurðar­hug­myndum sem koma fram í minnis­blaði dóms­mála­ráð­herra til fjár­laga­nefndar sem sent var til nefndarinnar í vikunni. Það kemur fram í á­lyktun fé­lagsins. Þar skorar fé­lagið á Al­þingi, ráð­herra og for­stjóra fangelsisins að bregðast við sem fyrst.

Í minnis­blaði ráð­herra kom fram að ef ekki yrði aukið við fjár­heimildir til fangelsisins yrði að loka fangelsinu að Sogni og hluta hús­næðisins að Litla-Hrauni. Í kjöl­farið myndu 17 fanga­verðir missa vinnuna og 44 fangelsis­pláss hverfa. Alls eru 181 pláss í öllum fangelsum landsins og því er um að ræða 24 prósent eða fjórðung allra fangelsis­plássa.

„Það er virki­lega slæm við­bót við á­standið að allt að 17 fanga­verðir eigi hætt á að missa vinnunna eftir ára­móti. Góð jóla­gjöf til fanga­varða,“ segir Garðar Svans­son for­maður Fanga­varða­fé­lags Ís­lands í sam­tali við Frétta­blaðið.

Niðurskurður erfið tilhugsun

Í ályktun félagsins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi í fangelsunum séu hugmyndir um niðurskurð fangavörðum erfiðar.

„Í stöðu álags á fangaverði í fangelsum landsins í dag, eru slíkar hugmyndir ekki til að létta á áhyggjum fangavarða af stöðunni. Að hafa áhyggjur af verkefnum dagsins er nóg þó ekki þurfi einnig að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu vegna mögulegra uppsagna á aðventunni,“ segir í ályktun félagsins en þar er skorað á fangelsismálastjóra, dómsmálaráðherra og Alþingi að tryggja strax, bæði starfsöryggi fangavarða og öryggi í fangelsum landsins.

Í ályktuninni segir enn fremur að minnispunktar ráðherra séu mjög nákvæm lýsing á stöðunni í fangelsunum í dag en mikið hefur verið fjallað um það síðustu daga vegna, meðal annars, þess mikla fjölda sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á stunguárásinni á Bankastræti Club og því sem hefur fylgt henni.

„Því miður er þessi staða ekki alveg ný en FVFÍ sendi frá sér áskorun 29 janúar á þessu ári vegna ástands öryggismála í fangelsunum. Ástandið hefur bara versnað síðan þá,“ segir að lokum.

Ályktun félagsins má lesa í heild sinni hér að neðan:

Litla-Hrauni 23 nóvember 2022

Berist til

Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra

Páls E Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar Íslands

Alþingi Íslands

Fangavarðarfélag íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurðarhugmyndum sem koma fram á minnisblaði Dómsmálaráðherra, dagsett 22 nóv 2022 til Fjárlaganefndar Alþingis.

Í stöðu álags á fangaverði í fangelsum landsins í dag, eru slíkar hugmyndir ekki til að létta á áhyggjum fangavarða af stöðunni. Að hafa áhyggjur af verkefnum dagsins er nóg þó ekki þurfi einnig að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu vegna mögulegra uppsagna á aðventunni.

FVFÍ skorar á Fangelsismálastjóra, Dómsmálaráðherra og Alþingi að tryggja strax, bæði starfsöryggi fangavarða og öryggi í fangelsum landsins. Minnispunktar ráðherra eru mjög nákvæm lýsing á stöðunni sem er til staðar í fangelsunum í dag.

Því miður er þessi staða ekki alveg ný en FVFÍ sendi frá sér áskorun 29 janúar á þessu ári vegna ástands öryggismála í fangelsunum. Ástandið hefur bara versnað síðan þá.

Virðingarfyllst

Stjórn FVFÍ

Garðar Svansson er formaður Fangavarðafélags Íslands en undir ályktunina skrifar öll stjórnin.

Punktar úr minnisblaði Dómsmálaráðherra 22 nóv.-22

Afleiðingar ef ekki koma til auknar fjárheimildir 2023 og fjárauki 2022:
1. Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað frá og með 1. janúar 2023
a. 12 starfsmenn missa vinnuna
b. 21 fangelsipláss hverf úr notkun
2. Húsi 3 á Litla Hrauni verður lokað, a.m.k. allt árið 2023
a. 4-5 starfsmenn missa vinnuna eða fá ekki framhaldsráðningu
b. 23 fangelsispláss hverfa
3. Boðunarlisti lengist
4. Fymingar refsinga aukast
5. Starfsfólk mun þreytast og starfsánægja mun skerðast verulega
6. Öryggismál fangelsanna áfram í ólestri