Heil­brigðis­ráð­herra hefur stað­fest nýjar reglu­gerðir um tak­markanir á sam­komu­haldi og skóla­starfi sem kveða á um hertar að­gerðir til að sporna við út­breiðslu CO­VID-19 og taka þær gildi á mið­nætti, að­fara­nótt 5. októ­ber. Þetta kemur fram á vef stjórna­ráðsins.

Eftir­taldar eru undan­þágur frá 20 manna há­marki. Þar gildir sem annars staðar að ef ekki er hægt að upp­fylla 1 metra ná­lægðar­reglu er skylt að nota and­lits­grímu:

  • Störf Al­þingis eru undan­skilin fjölda­tak­mörkunum
  • Dóm­stólar þegar þeir fara með dóms­vald sitt.
  • Við­bragðs­aðilar, s.s. lög­regla, slökkvi­lið, björgunar­sveitir og heil­brigðis­starfs­fólk er undan­þegið fjölda­tak­mörkunum við störf sín.
  • Fjölda­tak­mörk við út­farir verða 50 manns.
  • Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 ein­stak­lingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum við­skipta­vini til við­bótar fyrir hverja 10 m2 um­fram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 við­skipta­vinum í allt.
  • Sviðs­listir: Heimilt verður að halda við­burði þar sem 100 manns koma saman í af­mörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum á­horf­endum ber að nota and­lits­grímu.
  • Í fram­halds- og há­skólum verður miðað við 30 manns.

Á­horf­endur á í­þrótta­leikjum: Ó­heimilt er að hafa á­horf­endur á í­þrótta­við­burðum innan­dyra. Utan­dyra er heimilt að hafa á­horf­endur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti and­lits­grímu.

Leik- og grunn­skólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna há­marks­regla í sama rými, 1 metra nándar­mörk og grímu­skylda sé ekki hægt að virða nándar­mörk.

Reglu­gerðin í heild sinni verður birt á vef stjórnar­ráðsins í kvöld.