Jonas Gahr Støre for­sætis­ráð­herra Noregs tók þátt í minningar­at­höfn í Osló í dag til að minnast þeirra sem létust í skot­á­rásinni fyrir utan hin­segin bar í borginni um helgina. Tveir létust í á­rásinni og hátt í tuttugu manns særðust.

Við at­höfnina sagði Støre að á­rásin myndi ekki stöðva bar­áttuna gegn mis­munun, for­dómum og hatri.

At­höfnin fór fram í dóm­kirkjunni í Osló og var kirkjan sjálf og altarið klætt regn­boga­litum. Støre sagði við at­höfnina að þúsundir Norð­manna hafi farið af sjálfs­dáðum út á göturnar eftir á­rásina klæddir í regn­boga­litum til að sýna sam­hug og stuðning.

„Það er mikil­vægt að við höldum á­fram að berjast fyrir réttindum hvers og eins til að lifa frjálsu og öruggu lífi,“ sagði Støre í á­varpi sínu enThe Guar­dian greinir frá.

„Þessi mis­gjörð minnir okkur á það að bar­áttunni er hvergi nærri lokið,“ bætti hann við.

Jonas Gahr Støre for­sætis­ráð­herra Noregs ávarpaði gesti minningarathafnarinnar.
Fréttablaðið/EPA

Pride-gleði­gangan átti að fara fram í Osló í gær, en vegna á­rásarinnar var henni frestað. Fjöldi fólks lagði hins vegar leið sína í mið­bæinn í gær og sér­stak­lega að London Pub þar sem á­rásin átti sér stað.

Mikill fjöldi blóma og kransa voru lagðir við vettvang glæpsins í gær. Á meðal þeirra sem lögðu leið sína að barnum voru, Mette-Marit krúnprinsessa og Hákon krúnprins.

Hákon krúnprins og Mette-Marit krúnprinsessa.
Fréttablaðið/EPA

Ekki er enn vitað hvað manninum gekk til en lög­reglan í Osló rann­sakar málið sem pólitískt of­beldi og haturs­­glæp en úti­­lokar ekki að at­hæfið tengist heilsu hans.

Maðurinn, sem heitir Zaniar Matapour og er 42 ára, hefur áður komið til kasta lög­­reglunnar í Osló. Matapour er sagður koma frá rót­tæku ís­lömsku um­­hverfi í Osló, en lög­reglan rann­sakar einnig hversu um­­fangs­­mikil á­hrif þetta um­­hverfi kunni að hafa haft á hann.

Arfan Bhatti er þekktur rót­tækur íslam­isti en Matapour lög­reglan hefur til rann­­sóknar hvort þeir hafi verið í sam­­skiptum fyrir á­­rásina. Rétt rúm­­lega viku fyrir á­­rásina setti Bhatti inn færslu á Face­book þar sem hann boðaði dráp á sam­kyn­hneigðum. Hann setti þá inn mynd af brennandi regn­­boga­fána með til­­vitnun frá Kóraninum.

Til­­vitnunin er notuð af rót­tækum íslam­istum til þess að rétt­læta dauða­refsingu fyrir sam­kyn­hneigð.

Á blaða­manna­fundi lög­­reglunnar í Osló sem haldinn var fyrr í dag sagði Børge Enok­­sen lög­­reglu­full­­trúi að á­rásar­­maðurinn, Zaniar Matapour, neitaði að taka þátt í yfir­­heyrslu í bæði gær og í dag. Á­­stæðan er sú að hann vill að upp­­tökur af yfir­­heyrslunni verði gerðar opin­berar.

Lög­reglan vill taka upp yfir­­heyrslurnar, bæði á hljóði og mynd­bandi, en Matapour hefur ekki fellst á það. Verjandi Matapour segir hann vera hræddan um það að lög­reglan snúi úr orðum hans og því eigi að birta upp­­tökurnar opin­ber­­lega.

„Um­­bjóðandinn minn hefur neitað að vera tekinn upp á hljóð- og mynd­efni, nema að það verði sent út opin­ber­­lega í heild sinni,“ segir verjandi Matapour, John Christian Elden.

Fjöldi fólks lagði leið sína að London Pub í gær.
Fréttablaðið/EPA