Stór­bruni er í úti­fata­versluninni og efnalauginni Vaski á Egils­stöðum á móti pizza­staðnum Aski. Eldurinn hefur breiðst út í bíl á bílastæðinu og mikinn reyk og hita leggur frá byggingunni.

Íbúi sem Frétta­blaðið ræðir við segir að um stór­bruna sé að ræða. Bruna­varnir á Austur­landi hafa ekki svarað sím­tölum blaðsins vegna málsins.

Í­búinn sem Frétta­blaðið ræðir við vegna málsins telur lík­legt að kviknað hafi í fata­hreinsun sem hafði starf­semi í húsinu. Enn er eldur í húsinu og óvíst er hvort húsið sé mannlaust.

Slökkvilið er á svæðinu að berjast við eldinn og er búið að loka fyrir umferð um Fagradalsbraut.

„Ég sá fyrst svartan reyk en fljótlega varð allt alelda. Eldurinn er nú kominn yfir í bíl á bílastæðinu,“ segir sjónarvottur en hann telur að þakið sé við það að hrynja. „Hitinn er svakalegur þarna í kring. Það er búið að loga lengi og mun örugglega loga eitthvað áfram.“

Guðni Þór Magnússon og Hilmar Jökull tóku og birtu eftirfarandi myndbönd.