Að­eins nokkrum klukku­tímum eftir að Hæsti­réttur Banda­ríkjanna felldi úr gildi dóma­for­dæmi Roe v. Wade sem tryggði konum stjórnar­skrár­vörðum rétt til þungur­rofs fengu sam­tökin Just the Pill yfir 100 tíma­bókanir, sam­kvæmtThe New York Times.

Just the Pill eru ó­hagnaðar­drifinn sam­tök í Banda­ríkjunum sem hjálpa konum að rjúfa þungun með lyfja­með­ferð.

Um er að ræða um fjór­falt fleiri tímapantanir en á venju­legum degi. Flestar konurnar sem óskuðu eftir viðtalstíma voru frá Texas en á næstu vikum munu lög taka gildi í ríkinu sem bannar þungunar­rof frá getnaði nema í þeim tilfellum þar sem líf móðurinnar er í hættu.

Um helmingur allra þungunar­rofa í Banda­ríkjunum eru fram­kvæmd með lyfja­með­ferð og er talið að hlutfallið muni aukast eftir niður­stöðu Hæsta­réttar þar sem kvennamóttökum verður lokað víða um land.

Sam­kvæmt banda­rísku lyfja- og mat­væla­stofnuninni (FDA) er leyfi­legt að fram­kvæma þunguna­rof með lyfja­með­ferð á fyrstu 10 vikum með­göngunnar. Um að ræða tvær töflur sem eru teknar með 24 til 48 tíma milli­bili.

Fjöl­margar konur velja að fara þessa leið þar sem hún er mun ó­dýrari en þungunar­rof með að­gerð og þá er hægt að taka töflurnar heima.

Konur geta fengið töflurnar sendar heim í pósti eftir sím­tal eða mynd­bands­fund með lækni. Hins vegar þurfa þær núna að búa í ríki sem heimilar þungunar­rof.

Talið er að fjöl­margar konur muni annað hvort keyra yfir til annarra ríkja til sækja töflurnar. Sam­kvæmt NYTi­mes er talið að yfir­völd í ríkjum sem banna þungunar­rof muni eiga erfitt með að hafa eftir­lit með þessu ferli þar sem það er auð­veldari að loka kven­lækninga­deild en að fylgjast með per­sónu­legum bréf­pósti fólks.

Mótmæli við Hæstarétt síðasta haust.
Fréttablaðið/Getty

Tímarnir ekki þeir sömu og fyrir Roe

„Þegar fólk segir að við erum að fara aftur til tímanna fyrir Roe v. Wade þá er rétt að minna fólk á að það er ekki til nein tíma­vél. Við erum í allt öðru lyfja um­hverfi í dag,“ segir Kati­e Wat­son, prófessor í stjórn­skipunar­rétti og heil­brigðis­sið­fræðingur.

Í­halds­söm ríki Banda­ríkjanna eru nú þegar byrjuð að banna þungunar­rof þar á meðal með lyfjum. Texas ríki setti ný­verið lög sem bannar fólki að fá lyf sem enda þungun í pósti.

Á sama tíma eru kvenn­réttinda­sam­tök í Banda­ríkjunum byrjuð að hjálpa konum sem vilja fara þessa leið að ferðast á milli staða til að geta sótt lyfin.