Innlent

Stór sprunga hefur myndast í Fagra­dals­fjalli

Stór sprunga hefur myndast innan við skriðu­sárið í Fagra­­dals­­­fjalli í Hítar­­dal. Al­gengt er að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem fram­hlaup eða stórar skriður hafa átt sér stað og því ætti fólk að halda sig fjarri.

Nýja sprungan inni á fjallinu ofan framhlaupsins sem að varð 7. júlí síðast liðinn. Mynd/Jens Þór Sigurðarson

Stór sprunga hefur opnast skammt frá brot­sári fram­hlaups sem féll snemma í júní úr Fagra­skógar­fjalli. Hrun varð úr toppi fram­hlaupsins þann 13. júlí og mátti sjá all­stórt stykki ó­ra­skaðra hraun­laga efst í fjallinu sem fallið hafði niður. 

Starfs­menn Land­helgis­gæslunnar voru með æfingar á svæðinu í grennd við fram­hlaupið um helgina og kom þá auga á sprunguna í innan­verðu skriðu­sárinu. Ekki er talið að spildan sem losnað hefur frá brún fjallsins muni geta borist langt niður á lág­lendi heldur muni hún lík­lega falla á fram­hlaupsurðina sem myndaðist í júlí. 

Veður­stofan í­trekar í frétta­til­kynningu um málið að fólk ætti ekki að vera í nánasta ná­grenni við skriðuna. Þar sem al­gengt sé að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem fram­hlaup eða stórar skriður hafa átt sér stað. Sér­fræðingur á skriðu­vakt Veður­stofunnar segir að við­vörunin gildi í nokkra mánuði eftir slíkar hreyfingar.

Upptök framhlaupsins í Fagraskógarfjalli. Mynd tekin klukkan 13.14 þann 14. júlí. Mynd/Jón Guðlaugur Guðbrandssson
Upptök framhlaupsins í Fagraskógarfjalli. Mynd tekin klukkan 22.19 sama dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Innlent

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Auglýsing

Nýjast

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Yfir­völd tryggja rekstur Lýð­há­skólans á Flat­eyri

Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Auglýsing