Stór jarðskjálfti fannst víða um höfuðborgarsvæðið rétt fyrir tólf.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var stærð skjálftans 4,1 og var hann 5,6 kílómetra norðaustan af Krýsuvík og á 4,7 kílómetra dýpi.

Veðurstofan sendi fjölmiðlum eftirfarandi mynd, en hún sýnir fyrsta mat hennar á skjálftanum.

Uppfært

Í upprunalegri frétt stóð að skjálftinn væri 3,7 að stærð. Það byggði á óyfirfarinni mælingu, sem hefur nú verið uppfærð yfir í 4,1.

Mynd/Veðurstofa