Jarð­skjálfti að stærð 4.2 mældist klukkan tólf í dag um 3,5 kíló­metra frá Kleifar­vatni og fjöldi eftir­skjálfta fylgdu í kjöl­farið.

Kemur þetta fram í til­kynningu frá Veður­stofu, en nokkrir af eftir­skjálftunum mældust yfir þrír á stærð. Skjálftinn fannst víða á höfuð­borgar­svæðinu og á Reykja­nesinu.

Það hafa um 1200 skjálftar mælst síðan á mið­nætti, en í heildina hafa mælst rúmir tíu þúsund skjálftar frá því að jarð­skjálfta­hrinan byrjaði þann 30. júlí.