Jarðskjálfti að stærð 4,6 var klukkan rúmlega tíu í kvöld samkvæmt vef Veðurstofu.

Skjálftinn fannst vel í uppsveitum Suðurlands og einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Jarðskjálftinn var 13,8 kílómetra suður af Eiríksjökli klukkan 22:12. Annar stór skjálfti fylgdi í kjölfarið.