Jarð­skjálft­i varð und­an strönd­um Jap­ans um klukk­an hálf níu í kvöld að ís­lensk­um tíma, um 5:30 að stað­ar­tím­a. Hann var 6 að stærð og fannst vel í Ólymp­í­u­þorp­in­u í höf­uð­borg­inn­i Tók­í­ó.

Skjálft­inn er tal­inn hafa orð­ið um 40 kíl­ó­metr­um und­an strönd­um Jap­ans. Sam­kvæmt jap­önsk­um jarð­vís­ind­a­mönn­um er ekki tal­in hætt­a á að hon­um fylg­i ris­a­flóð­bylgj­a.

Í­bú­ar Jap­ans eru ekki ó­van­ir því að jörð hrist­ist og voru leik­vang­ar fyr­ir Ólymp­í­u­leik­ann­a, auk Ólymp­í­u­þorps­ins, sér­hann­að­ir til að stand­ast jarð­skjálft­a. Háir sjáv­ar­vegg­ir eru við þorp­ið sem geta stöðv­að allt að því tveggj­a metr­a háa flóð­bylgj­u.