Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmdar­stjóri NATO segir að Tyrk­land hafi rétt á því að hafa á­hyggjur af eigin öryggi. Hann mun heim­sækja Finn­land á sunnu­dag vegna um­sóknar Finna í NATO. VG greinir frá þessu.

Stol­ten­berg segir að unnið sé að lausn í deilum Tyrkja við Finn­land og Sví­þjóð, en Tyrk­land hefur and­mælt inn­göngu Finna og Svía í At­lants­hafs­banda­lagið.

And­­staða Tyrkja hefur hægt á aðildar­­ferlinu en þau vonuðust til þess að eiga greiða leið að aðild í hernaðar­banda­laginu, en öll aðildar­­ríki NATO þurfa að sam­þykkja um­­­sókn svo ríki geti gengið í banda­lagið.

Tyrkir krefjast þess að Svíar af­létti refsi­að­­gerðum gegn Tyrk­landi, þar á meðal banni á vopna­út­flutningi. Þá krefjast Tyrkir einnig að Svíar hætti „pólitískum stuðningi við hryðju­­verk“, stöðvi fjár­­mögnun hryðju­­verka­hópa, stöðvi vopna­flutning til Verka­manna­­flokks Kúrda og sýr­­lenskra upp­­reisnar­hópa.

Stol­ten­berg benti á að ekkert NATO ríki hafi orðið fyrir fleirir hryðju­verka­á­rásum en Tyrk­land. Hann segir að hann og starfs­fólk sitt sé í nánu sam­bandi við bæði Tyrk­land og Norður­landa­þjóðirnar tvær til þess að finna lausn á vanda­málinu.

Sauli Niini­stö, for­seti Finn­lands hefur neitað því að Finn­land klári um­sókn sína án Svía, en mót­mæli Tyrkja beinast nánast al­farið gegn Sví­þjóð.

„Sví­þjóð og Finn­land standa saman,“ sagði Niini­stö.