Veðurstofan spáir austan og norðaustan 5-13 en 13-18 með suðausturströnd landsins seinnipartinn. Von er á að skýjað verði á köflum og að það rigni af og til á suðaustanverðu landinu. Í norðausturhlutanum verði stöku skúr eða él. Von er á að dragi úr vindinum suðaustanlands og stytti upp á morgun. Þá er búist við hita frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands og allt að ellefu stiga hita í landinu suðvestanverðu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað og dálitlar skúrir hér og þar, sér í lagi í suðurhluta landsins. Hiti þrjú til ellefu stig, mildast sunnanlands.

Á laugardag:

Norðan- og norðaustanland, skýjað á köflum og einstaka skúrir. Rigning á landinu suðaustan- og austanverðu um kvöldið, hiti um sex til tólf stig.

Á sunnudag:

Norðlæg átt og rigning á landinu austanverðu en bjart með köflum vestanlands. Von er á hlýnun á þessum degi.