Erlent

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Eldur læsti sig í þrjár byggingar á skíðasvæði í Frakklandi í morgun.

Mikill eldur var í húsinu.

Tveir eru látnir og fjórir alvarlega sárir eftir eldsvoða á skíðasvæði í Courchevel í Frakklandi í morgun. Tíu til viðbótar urðu fyrir skaða. BBC greinir frá.

Eldurinn kom upp skömmu fyrir dagrenningu, í byggingu sem hýsir starfsfólk. Þrjár byggingar urðu eldinum að bráð að einhverju leyti.

Sjötíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn en eldsupptök eru ókunn. Í frétt BBC kemur fram að slökkviliðsmenn hafi notað stóra stiga til að freista þess að bjarga fólki út úr brennandi húsinu, sem er á þremur hæðum.

Myndband sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir manneskju stökkva undan eldtungum út um glugga á brennandi húsinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Bandaríkin

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Breska konungsfjölsku

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing